Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Fjórða útskrift Háskólabrúar

$
0
0

Keilir útskrifaði nítján manns af Háskólabrú í staðnámi á Akureyri 5. júní síðastliðinn. Athöfnin fór fram í Samkomuhúsinu. Boðið hefur verið upp á námið í samstarfi við SÍMEY á Akureyri undanfarin fjögur ár og segja skipuleggjendur náminu hafa verið afar vel tekið af Norðlendingum. Nú hafa tæplega 70 einstaklingar lokið Háskólabrú í staðnámi á Akureyri.

Dúx að þessu sinni var Sigurlaug Hauksdóttir með 8,88 í meðaleinkunn. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, var viðstaddur útskriftarathöfnina og ávarpaði viðstadda. Auk þess flutti Stefanía Rós Stefánsdóttir, einn útskriftarnema, ræðu fyrir hönd hópsins.

Meðfylgjandi eru myndir frá útskriftinni í síðustu viku:

hópur

Útskriftarhópur 2014

Hjálmar Árnason ávarpaði samkomuna

Hjálmar Árnason ávarpaði samkomuna

ræða

Stefanía Rós Stefánsdóttir ávarpaði gesti fyrir hönd nemenda

- EMI


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718