Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Nýtt heilsutengt kaffihús opnar í Símahúsinu

$
0
0

Hafnarstræti 102-A_Mynd-1

Undanfarnar vikur hafa vegfarendur um göngugötuna á Akureyri orðið varir við framkvæmdir í húsinu sem eitt sinn hýsti Póst og Síma, eða gamla Símahúsið eins og það er gjarnan kallað. Þar er verið að innrétta nýtt kaffihús sem mun bera nafnið Símstöðin café. Kristján Þórir Kristjánsson, veitingamaður stendur fyrir opnun kaffihússins ásamt Sveini Sævari Frímanssyni og Hauki Gröndal  en þeir hafa staðið í ströngu ásamt iðnaðarmönnum við að koma húsnæðinu í kaffihúsahæft ástand.

Fyrir eru þó nokkur kaffihús í bænum og ekki er langt síðan kaffihúsið í Lystigarðinum var enduropnað í samrekstri við Bláu könnuna undir nafninu Kaffi Laut. En er markaður fyrir fleiri kaffihús á Akureyri?

„Þetta er eitthvað sem hefur vantað í bæinn, við ætlum að vera með ákveðna sérstöðu og heilsutengja kaffihúsið. Við munum bjóða upp á súpur, kjúklinga -, fisk- og grænmetirsrétti ásamt hráfæði. Einnig munum við bjóða upp á boost, smoothie og nýkreista safa“ Segir Kristján „Við munum vera með fjölbreytt úrval af kaffi og kaffitengdum drykkjum. Hjá okkur verður t.d. hægt að fá sérristað kaffi.“

Eins og fyrr segir er nafn kaffihússins tilvitnun í þá starfsemi sem áður var í húsinu og er það í takt við nafnið sem skemmtistaðurinn í hinum enda hússins ber, Pósthúsbarinn. Þar var áður að finna pósthús bæjarins. Því má segja að póstur og sími sé aftur viðloðandi húsið í formi skemmtistaðar og kaffihúss. Kristján segir að staðsetningin sé frábær fyrir þessa starfsemi því húsnæðið er í miðri göngugötunni og þar sé almennt mjög sólríkt. Opnunardagur hefur ekki verið ákveðinn ennþá en þremenningarnir stefna á að opna um eða eftir 20. júní.

Hægt er að fræðast nánar um Hafnarstræti 102 á bloggsíðu Arnórs Blika Hallmundssonar, húsaáhugamanns.  http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1356274/


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718