Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Lítið brottfall í Menntaskólanum á Tröllaskaga

$
0
0
mtr2014

17 voru brautskráðir frá MTR vorið 2014 

Í ársskýrslu Menntaskólans á Tröllaskaga (MTR) kemur fram að brottfall nemenda árið 2013 hafi verið aðeins 6,9%. Brottfall, skilgreint sem munur á nemendum sem hefja nám og þeim sem skila sér til prófs.  Þetta er mjög lág tala miðað við það sem algengt er í öðrum framhaldsskólum. Meðtaldir eru fjarnemar sem eru í sömu námshópum og dagskólanemar. Lára Stefánsdóttir skólameistari MTR segir þetta sérstaklega jákvætt í ljósi þess að þetta hafi verið verkfallsvetur „Við erum auðvitað einstaklega ánægð með þessa niðurstöðu og þá ekki síst hversu lítið brottfall er í fjarnáminu. Ástæðuna teljum við vera skipulag námsins, dreifnám, jafna vinnu í vikulotum og nýja námsskrá. Skipulag námsins er með þeim hætti að þau verða að vinna jafnt og þétt hverja einustu viku, þannig lærast góð vinnubrögð, þau ljúka verkinu og ná árangri.“

 

MTR fyrirmyndarstofnun
Á dögunum kynnti SFR niðurstöður úr könnuninni Stofnun og fyrirtæki ársins. Þar var MTR heiðraður sem fyrirmyndarstofnun, skólinn var í öðru sæti í flokki meðalstórra stofnana og fjórða sæti yfir allar stofnanir landsins sem eru 148 talsins.  „Skólinn hefur á að skipa afburða starfsfólki sem vinnur vel saman. Við erum öll gríðarlega stolt af þessari viðurkenningu“ segir Lára.

 

60% fleiri umsóknir en í fyrra
Menntaskólinn á Tröllaskaga er yngsti framhaldsskóli landsins, aðeins fjögurra ára gamall og hefur hann haft  þriggja ára nám til stúdentsprófs frá upphafi. Í byrjun heyrðust efasemdarraddir að skóli á svo fámennu svæði myndi ná árangri. Lára segir lykilatriði þess hversu vel hafi gengið sé hvernig samfélagið á utanverðum Tröllaskaga hafi tekið á móti skólanum og reynst honum vel, hvort heldur sem um er að ræða nemendur,foreldra, starfsfólk, fyrirtæki eða aðra íbúa svæðisins. „Nú þegar liggja fyrir 60% fleiri umsóknir í skólan en fyrir ári síðan. Ég tel árangurinn og umsóknirnar sýna að litlir framhaldsskólar í dreifðum byggðum skipti verulegu máli fyrir samfélagið“ segir Lára að lokum.
Í ársskýrslu Menntaskólans á Tröllaskaga fyrir árið 2013 kemur fram að 179 nemendur voru skráðir á haustönn en 173 á vorönn. Í dagskóla voru um 130 nemendur á hvorri önn. Þrír af hverjum fjórum nemendum bjuggu í Fjallabyggð, 10% í Dalvíkurbyggð en 17% á öðrum stöðum.

 

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718