Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Hrafnagilsskóli sigraði með verkefni um matvælasóun

$
0
0
Sigurvegararnir kynntu verkefnið sitt. Mynd af vef Hrafnagilsskóla

Sigurvegararnir kynntu verkefnið sitt. Mynd af vef Hrafnagilsskóla

Nem­end­ur í 9. bekk í Hrafnagils­skóla unnu sigur í landskeppninni BEST (Bekk­ir keppa í stærðfræði) í ár. Þetta er í fimmta sinn sem skólinn hlýtur verðlaun í keppninni en samanlagt varð Hrafnagilsskóli í öðru sæti. Þetta kemur fram á vef mbl.is.

Vinningsverkefnið gekk út á að skoða hversu miklum mat væri hent í mötuneyti skólans. Nemendur reiknuðu út hve miklum mat meðal nemandi hendir árlega og komst að þeirri niðurstöðu að samtals komi bekkurinn til með að henda 1,4 tonn­um af mat á skólagöngu sinni.

Í kjölfarið reiknuðu nem­end­ur út að verðmæti mat­ar­ins sem fer til spill­is ár­lega sam­svari 21 iP­ho­ne snjallsímum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718