Nemendur í 9. bekk í Hrafnagilsskóla unnu sigur í landskeppninni BEST (Bekkir keppa í stærðfræði) í ár. Þetta er í fimmta sinn sem skólinn hlýtur verðlaun í keppninni en samanlagt varð Hrafnagilsskóli í öðru sæti. Þetta kemur fram á vef mbl.is.
Vinningsverkefnið gekk út á að skoða hversu miklum mat væri hent í mötuneyti skólans. Nemendur reiknuðu út hve miklum mat meðal nemandi hendir árlega og komst að þeirri niðurstöðu að samtals komi bekkurinn til með að henda 1,4 tonnum af mat á skólagöngu sinni.
Í kjölfarið reiknuðu nemendur út að verðmæti matarins sem fer til spillis árlega samsvari 21 iPhone snjallsímum.