Þann 8. maí næstkomandi verða haldnir styrktartónleikar í Akureyrarkirkju. Skipulagning er í höndum Bjarna Hafþórs Helgasonar, Óskars Péturssonar og félaga sem vilja með tónleikunum styrkja vin sinn Hall Heimisson sem greindist með æxli í heila og er nú í lyfjameðferð.
Allur ágóði tónleikanna mun renna óskiptur til fjölskyldunnar. Auk þess hefur hópurinn opnað söfnunarreikning í nafni Sigríðar Benjamínsdóttur, eiginkonu Halls.
„Það munar um allt og það er hugurinn sem skiptir mestu,“ skrifar Bjarni.
„Hljómsveit valinkunnra listamanna mun leika á styrktartónleikunum og landskunnir tónlistarmenn á borð við Pálma Gunnarsson, Jónas Sig., Eyþór Inga Jónsson og Elvý Hreinsdóttur, Hjalta Jónsson og Láru Sóley Jóhannsdóttur og Óskar Pétursson auk kammerkórsins Hymnodíu,“ segir Bjarni Hafþór Helgason á síðu sinni á samfélagsmiðlum.
„Húnamenn eru líka að vinna þetta með okkur, auk annarra velunnara. Hallur var nefnilega í áhöfninni sem fór hringinn í kringum landið. Það gefa hér allir vinnu sína,“ bætir Bjarni við en hann stígur einnig á svið 8. maí.
Leggja má frjáls framlög á eftirfarandi reikning í Íslandsbanka:
Reikningsnúmer 565-14-403903 og kennitala 050961-3469
- EMI