Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Hvalir skoða líka menn

$
0
0
Hvalaskoðun nýtur vinsælda meðal ferðamanna

Hvalaskoðun nýtur vinsælda meðal ferðamanna

Arctic Sea Tours á Dalvík hefur í vetur orðið fyrst fyrirtækja á Norðurlandi til að sigla allt árið um kring í hvalaskoðun. Síðustu mánuði hafa í flestum ferðum sést hnúfubakar og höfrungar að sögn Freys Antonssonar framkvæmdastjóra. Hann segir að hvalir skoði menn ekki síður en menn hvali.

“Þá koma þeir mjög nærri bátnum velta sér og setja hausinn uppúr svona eins og þeir horfi í kringum sig. Það er gaman að sjá hnúfubak og höfrunga, sem að mínu mati eru lang skemmtilegustu dýrin í hvalaskoðun.”

Báðar dýrategundir koma að sögn Freys oft á óvart með hegðun sinni t.d. með því að stökkva svo gestir geti séð þá betur. En sumar ferðir séu fréttnæmari en aðrar.

Síðasta sumar sáum við steypireiði með kálf og blending sem menn telja afkvæmi steypireiðar og langreiðar.”


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718