Í veðurblíðunni í gær iðaði bærinn af lífi. Sól skein í heiði og léku menn og dýr við hvurn sinn fingur eins og segir í kvæðinu. Fjallið var opið í góða veðrinu og renndu margir sér niður brekkurnar undir ströngu eftirliti starfsmanna fjallsins.
Aðrir voru ögn áhættusæknari og sýndu listir sínar norðan við Háskólann á Akureyri. Þar léku fullorðnir snjóbrettamenn sér að því að stökkva yfir Glerá.
Hilmar Friðjónsson náði þessum frábæru myndum af iðju þeirra í gær. Við vonum að akureyskur ungdómur fari ekki að stunda þetta að staðaldri.
Þarna voru samankomnir atvinnumenn að taka upp snjóbrettamyndband.