Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Kattastrófískt kynlíf

$
0
0
Hekla og Freyja leiða saman ketti sína

Hekla og Freyja leiða saman ketti sína

Á morgun, föstudaginn 21. mars kl 20:00 verður áhugaverður listviðburður í Geimdósinni, Kaupvangsstræti 12, Listasafnshúsinu. Freyja Reynisdóttir vann akrýl málverk út frá ljóði Heklu Bjartar Helgadóttur. Hekla Björt er með bók í smíðum og gefur skapandi listamönnum búta úr bók sinni sem þeir geta unnið með og útbúið út frá sínu eigin nefi og túlkun. Freyja Reynisdóttir fékk í hendurnar ljóðið „Kattastófískt kynlíf“ og hefur málað akrýl verk út frá hennar túlkun á ljóðinu. Þar með eru þær ekki með öllu hættar og verður áhugavert að mæta í geimdósina annað kvöld og berja þetta augum.

Úr verður innsetning í Dós; málverk, skúptúr, texti & teikningar.
Í boði verða þungar veitingar og mannbjóðandi kisukex sem segir sex.

_______________________________________

Kattastrófískt kynlíf

óskiljanleg, skolast orð á votan sand.
Köttur ugla band
ó, hve ég þrái þig… var það það sem þú sagðir?
Með ljúfum strokum, flötum lófa, upp og niður nakinn fótlegg
hljóma eins og öldugangur, salttungufreyðandi
á fjöruborði
skilja eftir sollna fiska, leðurlíkishreistraða,
á náttborði
Undir sandinum ýlfra stríðsuglur: brjótið allar reglur!
Og ég spyr þig hvað þér finnist um vatnið á milli okkar.
Þú bleytir með því fingurna og leggur yfir augun, salt í kúlum, þekja hörund og þú heyrir mig hvísla undir glerungnum:
vanheil… get ekki meir…
og uglurnar skrifa okkur skýringu, eins og úr orðabók, því þær kunna reglur:

Vanheil
Lýsingarorð
Merking: Vönuð af heilindum, sökum
ofgnótt hugsana.
Þú hugsar, þess vegna ertu… að finna til.
Ráðlegging: Vogaðu þér að snerta eins
og Decartés, hann handlék gimsteina
með skítugum fingrum.

Og ég æpi á þær undir sandinum: Neih! Ekki meir! Blekkingar er aldrei hægt að snerta.
… þá sendirðu köttinn undir teppið. Beint í stríðið. Og við brjótum allar reglur.

Hekla Björt Helgadóttir 2012.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718