Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Bæjarstjórn skorar á Alþingi að spyrja þjóðina

$
0
0
Ráðhúsið á Akureyri. Mynd: akureyri.is

Ráðhúsið á Akureyri. Mynd: akureyri.is

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar hefur skorað á Alþingi og ríkisstjórn að tryggja rétt og aðkomu þjóðarinnar allrar til að segja álit sitt framhaldi viðræðna við ESB. Einnig skorar bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar á utanríkisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson, um að afturkalla þingsályktunartillögu sína, sem gerir ráð yrir því að umsókn Íslands um aðilda að ESB verði dregin til baka.

Þrír bæjarfulltrúar úr minnihluta, þau Andrea Hjálmsdóttir, Logi Már Einarsson og Sigurður Guðmundsson lögðu fram tillöguna.

Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum minnihlutans. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og meirihluti L-lista sátu hjá við atkvæðagreiðslu um tillöguna.

Nú nýverið hafa aðrar sveitastjórnir ályktað um stöðu aðildarviðræðna Íslands við ESB. Til að mynda hefur meirihluti sveitarstjórnar Reykjavíkur skorað á ríkisstjórnina að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðkomu þjóðarinnar og sveitarstjórn Kópavogs klofnaði í atkvæðagreiðslu um málið fyrir stuttu. Þar var tillagan borin upp af oddvita Framsóknarflokksins í sveitarstjórn.

 

Ályktun um aðildarviðræður við ESB

Bæjarstjórn Akureyrar skorar á Alþingi að tryggja þjóðinni rétt til að segja álit sitt á framhaldi aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Um leið er skorað á utanríkisráðherra að afturkalla þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir því að Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka.
Þá tekur bæjarstjórn undir samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 28. febrúar s.l., þar sem stjórnin hvetur til þess að Alþingi tryggi sveitarfélögum í landinu ráðrúm til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna málsins.
Í greinargerð sem unnin var fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga um áhrif Evrópusambandsaðildar á íslenska sveitarstjórnarstigið kemur fram að þau yrðu umtalsverð. Útilokað er að segja nákvæmlega fyrir um áhrifin fyrr en fullbúinn samningur liggur fyrir í lok aðildarviðræðna.
Bæjarstjórn Akureyrar áréttar að í þessu stóra hagsmunamáli er eðlilegt að þjóðin fái formlega aðkomu að ákvörðun um framhald þess.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718