Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Ljóðaþvottur á bókasafninu

$
0
0

NotaEins og glöggir gestir bókasafnsins á Akureyri hafa líklega séð er merkileg sýning í gangi þar núna sem ber nafnið Ljóðaþvottur og er hluti af pólsk-íslenska ljóðaverkefninu ORT. Ljóð eftir hæfileikarík pólsk og íslensk ljóðskáld voru prentuð á arkir og hengd upp með klemmum. Pólsku ljóðin voru þýdd yfir á íslensku og þau íslensku yfir á pólsku. Skáldin sem eiga verk á sýningunni eru Óskar Árni Óskarsson, Sjón, Bragi Ólafsson, Þórarinn Eldjárn, Jacek Dehnel, Julian Tuwim, Jerzy Jarniewicz, Justyna Bargielska og Ewa Lipska.

Ljóðaverkefnið ORT er kynning á íslenskri og pólskri ljóðlist. Þróunarsjóður EFTA styrkir verkefnið og Bókmenntamiðstöð Póllands skipuleggur. Norræna húsið, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, Miðstöð íslenskra bókmennta og Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar og eru aðalsamstarfsaðilar á Íslandi.

Bókasafnið er staðsett í Brekkugötu 17 og er sýningu í gangi út marsmánuð. Bókasafnið hefur undanfarið verið að bjóða uppá sýningaraðstoðu fyrir verk og viðburði af ýmsu tagi. Listafólk á öllum aldri er boðið velkomið að sýna verkin sín endurgjaldslaust.

Halldóra Stefanía Birgisdóttir
nemandi í heimilda og fréttaljósmyndaáfanga MTR


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718