Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Heilandi tónar gongsins

$
0
0
Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir

Gongslökun hefur notið æ meiri vinsælda hér á Íslandi á undanförnum árum sem leið til að kyrra hugann og slaka djúpt á. En hvað er það við þessa tegund slökunar sem hefur svona góð áhrif á okkur?

Heilandi tónar gongsins hjálpa okkur að fara inn í kyrrðina handan hugans og skiptir ásláttaraðferð höfuðmáli svo tónarnir séu í raun heilandi.

Frá fæðingu höfum við notað huga okkar til að skynja heiminn og móta raunveruleika okkar. Á fullorðinsaldri höfum við því tamið okkur ákveðin viðbrögð og hugsanamynstur við utanaðkomandi áhrifum umhverfisins.

Innan hljóðsins slökum við á og tengjumst inn í tíðni innri og æðri visku. Í þeirri tengingu slaknar á líkamanum og endurnæring á líkama, huga og sál á sér stað.

Þessi tíðni er innra með öllum ásamt því að vera uppspretta okkar samkvæmt jógískum fræðum. Það er okkur náttúrulegt að sækja í þessa endurnærandi uppsprettu. Markmið gongslökunar er að mynda aukinn samhljóm við gleði, hamingju og vellíðan.

Í jógískum fræðum segir að allt sé skapað úr hljóði, svokölluðu frumsköpunarhljóði. Gonghljóðið er þetta sama hljóð og heyra má svipuð hljóð á upptökum utan úr geimi í dag. Vegna eðli hljóðsins þá nær það oftar en ekki að losa okkur úr viðjum hugans og tengja okkur í meiri núvitundar.

Í desembermánuði gefst Norðlendingum tækifæri til að sækja hugleiðslu- og gongslökunarviðburði á vegum Græna Lótussins.

15. desember nk. kl. 20-22 í Lótuslindinni, Tryggvabraut 24 á Akureyri.
27. desember kl. 18-20 í Félagsheimilinu í Hegranesi í Skagafirði.
30. desember kl. 19-21 í Orkulundi, Viðjulundi 1 á Akureyri.

Í upphafi viðburðar gerum við jógíska öndun og komum saman í kyrrðina með einfaldri hugleiðslu. Stundin varir í 2 klukkustundir og kostar 2000,-kr. Nauðsynlegt er að skrá sig tímalega á viðburðina svo nægt pláss sé tryggt fyrir alla. Skráning á akk@graenilotusinn.is eða í s: 862-3700.

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir
www.graenilotusinn.is


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718