Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

SA Víkingar hefja titilvörnina í kvöld

$
0
0
SA Víkingar fögnuðu íslandsmeistaratitlinum sl. vor

SA Víkingar fögnuðu íslandsmeistaratitlinum sl. vor

Íshokkí-tímabilið er að fara af stað í kvöld og eru margir bæjarbúar spenntir fyrir því. Fyrsti leikur tímabilsins hjá ríkjandi Íslandsmeisturnum, SA Víkingum, er heimaleikur og hann er af stærri gerðinni. Björninn kemur í heimsókn.

Það voru einmitt Björninn og SA sem áttust við í úrslitarimmunni í fyrra en þar höfðu Akureyringar betur í oddaleik á Akureyri. Björninn á því harm að hefna og verður gaman að fylgjast með vetrinum í vetur.

Þónokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi SA en meðal annars hafa þeir misst markvörð sinn, Ómar Smára Skúlason. Þeir hafa þó einnig styrkt sig með tveimur erlendum leikmönnum.

Leikurinn hefst í kvöld klukkan 19.40 í Skautahöllinni á Akureyri.

-SMS
siguroli@akv.is


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718