KA tekur á móti Tindastól í 1. deild karla í knattspyrnu í dag og hefst leikurinn klukkan 18.00. Eins og venjan er leika KA menn á Akureyrarvelli.
Síðast þegar þessi lið mættust skildu þau jöfn, 2-2, á Sauðárkróki. Sá leikur var afar fjörugur og voru KA-menn óheppnir að stela ekki öllum stigunum, þrátt fyrir að vera einum færri lengi vel.
Tveimur stigum munar á liðunum í deildinni en Tindastóll er í 7. sæti með 25 stig en KA með tveimur stigum minna eða 23 stig í 9. sæti. Það er því nóg undir í kvöld, þrátt fyrir að bæði lið séu nokkuð fjarlæg frá fallbaráttu, sem og því að fara upp í deild þeirra bestu.
Eins og fyrr segir hefst leikurinn kl 18.00 á Akureyrarvelli.
-SMS
siguroli@akv.is