Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Ísland Norðurlandameistarar í Ólympískum lyftingum

$
0
0
Darri Már Magnússon, sigraði í -56 kg flokki þar sem hann setti þrjú Íslandsmet

Darri Már Magnússon, sigraði í -56 kg flokki þar sem hann setti þrjú Íslandsmet

Norðurlandamótið í Ólympískum lyftingum fór fram á Akureyri um helgina. Margt var um dýrðir og féllu t.a.m. nokkur Íslandsmet. Akureyringurinn, Darri Már Magnússon, sigraði í -56 kg flokki þar sem hann setti þrjú Íslandsmet.

Það var Norðmaðurinn Per Hordnes sem var stigahæstur allra á mótinu og telst því Norðurlandameistari en í landsliðakeppninni var það Ísland sem var með bestann árangur og því Norðurlandameistarar.

Í kvennaflokki kepptu aðeins tvær stúlkur fyrir Íslands hönd en fjórar stúlkur boðuðu forföll í vikunni fyrir mótið. Það var danska landsliðið sem vann landsliðakeppnina í kvennaflokki.

Keppendur fyrir Íslands hönd voru Gísli Kristjánsson, Árni Björn Kristjánsson, Andri Gunnarsson, Árni Freyr Stefánsson, Róbert Eyþórsson, Hrannar Guðmundsson, Björgvin Karl Guðmundsson og Darri Már Magnússon. Í kvennaflokki kepptu Svanhildur Vigfúsdóttir og Auður Ása Maríasdóttir.

-SMS
siguroli@akv.is

Hér má sjá nokkrar myndir af mótinu sem Sævar Sigurjónsson tók.

KFA_nordlandamot_2013_saevar_1-165 KFA_nordlandamot_2013_saevar_2-322 KFA_nordlandamot_2013_saevar_2-188 KFA_nordlandamot_2013_saevar_2-169 KFA_nordlandamot_2013_saevar_2-130 KFA_nordlandamot_2013_saevar_2-94 KFA_nordlandamot_2013_saevar_2-70 KFA_nordlandamot_2013_saevar_2-66 KFA_nordlandamot_2013_saevar_2-11 KFA_nordlandamot_2013_saevar_2-4 KFA_nordlandamot_2013_saevar_1-63 KFA_nordlandamot_2013_saevar_1-60 KFA_nordlandamot_2013_saevar_1-26

Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718