Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Lof og last vikunnar

$
0
0

Lof og last Lof fá Akureyringar og nágrannar þeirra fyrir tillitssemi og jákvæða samstöðu á erfiðum tímum, skrifar kona sem sendi blaðinu bréf. Hún segir það ekki sjálfgefið að þegar blóðtökur verði í samfélögum, slys og annað, blossi ekki upp reiði. Ekki hefur mikið borið á slíkum tilfinningum, a.m.k. ekki opinberlega. Þvert á móti sameinist Akureyringar í sorg. Þorp standi oft saman þegar áföll steðji að…

Lof fá þeir sem stóðu að annars vegar Handverkshátíðinni í Eyjafirði og hins vegar Fiskideginum mikla. Svo skrifar karl sem sendi blaðinu póst. Segir hann að það sé einn besti dagur ársins að „skrattast“ milli Dalvíkur og Hrafnagils, kynnast menningunni, sýna sig og sjá aðra. Þarna liggi mikil sjálfboðavinna á bakvið, fagmennska og sköpun. Fyrir hana beri að þakka…

Lof fá veðurguðir sem „…sýndu okkur aftur norðlenskt sumar eins og það gerist best sl. mánudag. Horfir í góða berjasprettu og gott skap Norðlendinga á næstu vikum,“ skrifar kona sem er mikil áhugamanneskja um ber og útivist. Einnig mun allt fullt af sveppum þessa dagana og um að gera að njóta gjafa náttúrunnar. Þakka og njóta…

Lof fær Jónas Viðar myndlistarmaður fyrir allt það mikla framlag sem liggur eftir hann til norðlenskrar myndlistar. Jónas lést langt fyrir aldur fram fyrir skemmstu og er harmdauði fjölmörgum. Hann var dáður listamaður hér á landi. Fyrrverandi bæjarlistamaður Akureyrar. Huggun harmi gegn eru ljúfar minningar sem vinir hans og ættingjar eiga sem og fjöldi myndlistarverka sem eftir hann liggur, ekki síst af fjöllunum í Eyjafirði, fjöllunum sem Jónas helgaði líf sitt að nokkru leyti. Farinn er drengur góður. En list hans lifir…


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718