Fimmtudagskvöldið 25. júlí verður farin svokölluð Hefðarferð á Súlur. Það eru Minjasafnið á Akureyri og Icelandair hótel Akureyri sem standa fyrir ferðinni en stefnt er á að endurgera þessa gömlu mynd sem tekin var á toppi Súlna
Mæting er á Icelandair hótel Akureyri kl. 18.30 og farið verður í rútu að upphafsstað göngunnar sem hefst kl. 19.00
Trússhestar verða með í för og þeir munu bera m.a. kampavín og glös. En stefnt er að því að skála á tindinum ca 22.00
Hefðarfatnaður áskilinn – síðpils og blúndur, skyrta, hálsbindi og hattar. Ljósmyndari verður með í för sem myndar á toppnum endurgerð gömlu myndarinnar
Skráningargjald 2.000 kr. og greiðist við mætingu. Innifalið er rútuferð, leiðsögn, kampavín. Skráning hjá Icelandair hótel Akureyri frá 10. júlí í síma 518 1000 eða á akureyri@icehotels.is