Sl. föstudag skrifaði Ólafur Hrafn Kjartansson undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild K.A. Ólafur sem er 15 ára og 210 daga gamall er að öllum líkindum yngsti leikmaður sem knattspyrnudeild K.A. hefur samið við. Frá þessu er sagt á vefsvæði KA
„Ólafur hefur nú þegar vakið áhuga liða utan landsteina, og hefur hann farið til æfinga hjá enska úvalsdeildarliðinu Norwich og dönsku meistaranna í FCK Kaupmannahöfn,“ segir einnig á vef K.A. en Ólafur hefur spilað landsleiki með U 16 ára landsliðinu. „Ólafur er mjög efnilegur leikmaður sem við hlökkum til að fylgjast með á komandi árum“, sagði Gunnar Níelsson formaður knattspyrnudeildar eftir undirskrift samningsins.