Þriðjudaginn 22. júlí kl. 12-13 verður haldinn opinn fundur á veitingastaðnum RUB23 í Listagilinu á Akureyri um endurreisn Listasumars. Á fundinum gefst tækifæri til að koma með hugmyndir fyrir Listasumar á Akureyri 2015 og ræða tillögur um áherslur og breytingar. Listasafnið á Akureyri / Sjónlistamiðstöðin stendur fyrir fundinum og býður alla áhugasama velkomna.