Þann 1. júlí síðastliðinn undirritaði Starfsgreinasamband Íslands samning við Samband Íslenskra Sveitarfélaga, m.a. fyrir hönd stéttarfélagsins Einingar-Iðju.
Nú stendur yfir rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn, en henni lýkur 22. júlí næstkomandi. Hún fer fram með rafrænum hætti á vef Starfsgreinasambandsins.
Á vef Einingar-Iðju kemur fram að í síðustu viku áttu allir kosningabærir aðilar að fá leiðbeiningar um atkvæðagreiðsluna í pósti ásamt kynningarbæklingi um samninginn sjálfan. Stéttarfélagið hvetur jafnframt félagsmenn um að kynna sér samninginn, taka afstöðu og greiða atkvæði.
- EMI