Hvað uppgötvuðu danskir leiðangursmenn sem komu til Akureyrar til að rannsaka norðurljós árið 1899-1900? Veistu þú hver Harald Moltke og hvert hlutverk hans var í leiðangrinum?
Svör við þessum spurningum og mörgum fleirum færð þú á Minjasafninu á Akureyri í kvöld, fimmtudagskvöldið 13. júní kl 20. Þá verður boðið uppá leiðsögn um sumarsýningu Minjasafnsins á Akureyri Norðurljós – næturbirta norðursins og gönguferð uppá Höfða. Leiðsögnin hefst á Minjasafninu. Aðgangseyrir kr 900.