Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Eining-Iðja semur

$
0
0
Eining iðja

Samningar voru undirritaðir í gær

Í gærkvöldi undirritaði Starfsgreinasamband Íslands samning við Samband Íslenskra Sveitarfélaga, m.a. fyrir hönd Einingar-Iðju.

Gildistími nýs samnings er frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2015. Gert er ráð fyrir að launahækkanir komi í tveimur skrefum þannig að fyrsta hækkun gildi frá 1. maí 2014 og síðan verði aftur breytingar á launatöflu um áramótin 2014/2015. Krónutöluhækkanirnar á tímabilinu eru frá tæplega 10.000 krónum upp í 28.000 krónur á mánuði. Þetta kemur fram á vef Einingar-Iðju í dag. Starfsmatinu hefur nú verið breytt þannig að færri stig þarf til að hækka um launaflokk en áður. Breytingarnar eiga að stuðla að því að launahækkunin dreifist með sem sanngjörnustum hætti.

Desemberuppbót hækkar jafnframt um 15,9% og verður 93.500 krónur.

Félagsmenn mega eiga von á því að fá kynningarefni sent á næstunni ásamt lykilorði, en ákveðið hefur verið að halda sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu fyrir 22. júlí næstkomandi. Kynningarfundir um nýja samninginn verða haldnir á Siglufirði og Dalvík á morgun og Grenivík og Akureyri næsta mánudag. Sjá nánari upplýsingar um fundina hér.

- EMI


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718