Nú stendur yfir portmarkaður sunnan við verslunina Flóru í Hafnarstræti 90 og það er ekki annað að sjá en þar sé mikil stemmning. Á markaðnum eru húsmunir, fatnaður, tónlist, bækur, húsgögn, barnavörur og fleiri. „Sjö aðilar selja gersemar, skran, dót og muni úr eigin eigu,“ segir í tilkynningu um viðburðinn.
Markaðurinn opnaði kl. 16 og stendur til 19 en kl. 18:30 munu hljómsveitirnar Völva og Brák mæta á svæðið og spila nokkur lög fyrir viðstadda.