Á fundi framkvæmdaráðs í gær, föstudaginn 9. maí, var samþykkt að gera skuli frisbígolfvöll á Hamarkotstúni. Kostnaður við gerð vallarins verður færður á umhverfisátakið. Þetta kemur fram í fundargerð.
Frisbígolfsamband Íslands, ÍFS, var stofnað árið 2005 og heldur úti heimasíðu um íþróttina. Í dag eru 7 vellir á landinu öllu, en fyrirhugað er að gerðir verði um 8 til viðbótar í sumar. Íþróttinni svipar um margt til golfs nema í stað golfkylfa og golfbolta eru notaðir frisbídiskar af ýmsum gerðum. Þátttakendur kasta diskunum í átt að körfum frá teigsvæði og er markmiðið að „klára“ hverja körfu í sem fæstum köstum.
Skv. ÍFS eru kostir frisbígolfs m.a. þeir að lítill kostnaður fylgir því að setja upp og hanna vellina auk þess sem smíðin er umhverfisvæn þar sem henni fylgja litlar sem engar landslagsbreytingar.
- EMI