Á fundi bæjarráðs sem haldinn var 28. apríl síðastliðinn lagði Félag eldri borgara á Akureyri fram ályktun þar sem það skoraði á bæjarstjórn Aukreyrar að stofna hið fyrsta öldungaráð bæjarins.
Bæjarráð tók jákvætt í erindið og vísaði því áfram til samfélags- og mannréttindaráðs. Í kjölfar fundar samfélags- og mannréttindaráðs í dag, fimmtudaginn 8. maí, var samþykkt að stofna öldungaráð.
Gera má ráð fyrir að ráðið verði bæjarstjórn ráðgefandi um þau mál er varða hag eldri borgara í bæjarfélaginu og að mið verði tekið af starfsemi öldungaráða hjá ýmsum sveitarfélögum á Norðurlöndunum við mótun starfsreglna þess.
- EMI