Lof fær starfsmaður Gleraugnaþjónustunnar við Skipagötu „sem kom með plastpoka handa fínni frú sem var með hund sinn á göngu og gerði stykki sín á gangstéttina“ segir lesandi sem sendi blaðinu póst. „Svo langar mig að benda hjólafólki á að fá sér bjöllu á stýrið en ekki bara bruna framhjá og skelfa gangandi vegfarendur, bætir bréfritari við og segir líka að það mætti sópa sandinn af gangstéttum…
Last fá þeir sem véla um „ákaflega skringilega stjórnun opnunartíma í Hlíðarfjalli“ segir maður sem sendi blaðinu bréf. „Samkvæmt opinberri tímatöflu sem gefin er út í upphafi vetrar er gert ráð fyrir að síðasti opnunardagur sé 27. apríl sem er sunnudagur eftir Andrésarleikana. Síðustu opnunardagana frá þriðjudegi til sunnudags (tíminn yfir Andrés innifalinn) er bara opið til kl. 16:00 á daginn meðan venjulegt fólk er enn í vinnu og fjallið væntanlega fullt af Andrésarkrökkum þannig að það er varla pláss fyrir hinn venjulega skíðamann. Yfir allan veturinn er opið til kl. 19:00 á kvöldin meira að segja í svartasta skammdeginu en núna þegar það er orðið bjart og sólin skín í fjallinu fram á kvöld þá loka þeir um miðjan dag! Það hlýtur að vera eitthvað að inni í höfðinu á þeim sem stjórnar þessu,“ segir maðurinn í bréfi…
Lof fær Tölvutek á Akureyri fyrir frábæra þjónustu. Svo mælti glaður kúnni sem hringdi í blaðið. Hann segir að skilningur á þörfum viðskiptavina sé einstakur þar á bæ. Frábærar lausnir í boði við margskonar vandmálum viðskiptavina og framúrskandi viðmót hjá starfsmönnum…
Last fær skóladeild Akureyrarbæjar fyrir að vera „algjörlega ferköntuð“ segir móðir sem sendi blaððinu bréf. Skóladeildin fer að sögn móðurinnar „eingöngu eftir tölulegum upplýsingum þegar kemur að því að raða börnum niður á leikskóla“ segir móðirin. Hún er í þeirri stöðu að yngsta barn hennar fær ekki inni á sama leikskóla og systkinin. Viðkomandi hefur verið með börn á sama leikskólanum í 8 ár en þarf nú að leita annað að sögn. „Akureyri öll lífsins gæði HVAÐ!!!!“ Spyr móðirin vonsvikin og reið…