Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Uppnám Landsnets vegna friðlýsingar

$
0
0
d

Fólkvangurinn í Glerárdal. Mynd af vef Umhverfisstofnunar.

Bann við lagningu nýrrar loftlínu í nýstofnuðum fólksvangi í Glerárdal setur áætlanir Landsnets í uppnám. Þetta kemur fram í athugasemdum sem Landsnet hefur sent Umhverfisstofnun.

Í bréfi Landsnets til Umhverfisstofnunar sem Akureyri vikublað hefur undir höndum segir að Landsneti sé ætlað að styrkja flutningskerfi raforku á Norðurlandi. Landsnet telji að það fái ekki staðist að taka afstöðu með þessu hætti „gegn einni tegund mannvirkja í friðlýsingarskilmálum án samráðs við Landsnet“. Eðlilegra sé að bíða stefnunamörkunar stjórnvalda í jarðstrengjamálum áður en ákvörðun er tekin. Svo segir: „Landsnet tekur ekki afstöðu til friðlýsingar svæðisins en leggst gegn því að að í friðlýsingarskilmálum sé lagt fortakslaust bann við loftlínum innan fólksvangsins“.

Stærð fólksvangsins í Glerárdal er 7.440 fermetrar. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda dalinn og aðligggandi fjallendi til útivistar fyrir almenning, náttúruskoðunar og fræðslu og að öll mannvirki á svæðinu verði háð leyfi Akureyrarbæjar og Umhverfisstofnunar.

Þverpólitísk sátt var um stofnun friðlýsingar Glerárdals innan bæjarstjórnar Akureyrar en stofnun þjóðvangsins var ákveðin á stórafmæli bæjarins í fyrra.

Mikil umræða hefur farið fram um hvort raflínur í lofti eyðileggi ásýnd Akureyrar og nágrennis. Þar takast á hagsmunir stóriðjunnar og almennings. Hefur krafa umhverfissinna verið að jarðstrengir verði grafnir í jörð en Landsnet hefur borið við kostnaði sem náttúruverndarsinnar hafa sagt að standist ekki. Loftlínur sé börn síns tíma en jarðstrengir framtíðin. Miklir hagsmunir séu af ósnortnu landslagi út frá upplifun íbúa. Það eigi einnig við um hagsmuni ferðaþjónustu.

-BÞ


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718