Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Þórunn hyrna þrítug

$
0
0
Frá Ketilhúsi. akv.is

Frá Ketilhúsi. akv.is

Í gær hélt Zontaklúbbur Þórunnar hyrnu upp á 30 ára afmælið í Ketilhúsinu.

„Heimaverkefni klúbbsins hafa verið mörg. Má þá nefna styrki til Aflsins, stúlknaheimilisins á Laugalandi, bókasafns Háskólans á Akureyri og heilbrigðisstofnana á Akureyri. Nú síðast stofnaði klúbburinn auk þess menntasjóð sem styrkja mun erlendar konur til íslenskunáms,“ sagði Vilborg Þórarinsdóttir, formaður Zontaklúbbs Þórunnar hyrnu í erindi sínu.

Starfsmaður Alþjóðastofu Akureyrarbæjar fagnaði þessu í ávarpi sínu. „Styrkirnir munu óneitanlega styðja við erlendar konur til aukins sjálstæðis. Tungumálanám er mikilvægur þáttur aðlögunar og gefur aðfluttum einstaklingum færi á að taka virkan þátt í samfélagsumræðu, sem óneitanlega eykur lífsgæði og virkjar þá til góðs.“

Frá danssýningu. akv.is

Frá danssýningu. akv.is

Zontaklúbbur Þórunnar hyrnu starfrækir auk þess svokallaðan YWPA-sjóð, en skammstöfunin stendur fyrir „Young Women in Public Affairs“. „Við verðlaunum ungar konur sem við teljum með starfi sínu bæta hag kvenna. Verðlaunin eru hugsuð sem hvatning til frekari góðra verka. Í ár hefur klúbburinn ákveðið að verðlauna Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur,“ tilkynnti Sonja Stelly Gústafsdóttir, formaður YWPA-nefndarinnar, en Eyrún Björg er nemandi við Menntaskólann á Akureyri.

Auk Eyrúnar voru þrír meðlimir klúbbsins heiðraðir sérstaklega og þeim þakkað fyrir óeigingjarnt starf frá því að klúbburinn var stofnaður þann 23. apríl 1984. Að loknum ávörpum steig hópur skrautbúinna tælenskra kvenna dans. Í veislunni mættust því tveir menningarheimar, annar gullklæddur með litrík höfuðskraut en hinn í dökkum upphlut og með skotthúfu á höfði.

Viðstaddir voru m.a. forseti bæjarstjórnar, Geir Kristinn Aðalsteinsson og varasvæðisstjóri Zonta á Íslandi, Guðrún Halla Gunnarsdóttir, varaformaður Zontaklúbbs Akureyrar, Fjóla Björk Jónsdóttir og varaformaður Zontaklúbbs Selfoss, Heiðdís Gunnarsdóttir. Dagskránni stjórnaði formaður Zontaklúbbs Þórunnar hyrnu, Vilborg Þórarinsdóttir.

- EMI

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718