Öxnadalsheiði og Víkurskarð eru ófær eftir nóttina og óvíst með opnun. Þingeyjarsýslurnar eru ófærar næstum því eins og þær leggja sig. Allir vegir milli byggðalaga eru ófærir og lítið eða ekkert ferðaveður.
Á Öxnadalsheiðinni er mikill snjór og óvíst er hvenær verður hægt að opna veginn aftur. Vegagerðin ætlar að skoða ástandið þegar birta tekur en gefa ekkert upp um hvenær sé hægt að opna vegina. Það ræðst af því hvenær veður lægist og ofankoma minnkar.
Kl 7 í morgun var ófært í Héðinsfirði milli gangnamunna. Líklegt er að hægt sé að opna þá leið, milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar fljótlega
Kl. 06 var norðaustanátt, víða 18-25 m/s, en mun hægari á S-landi og Austfjörðum. Slydda eða snjókoma á N-verðu landinu, en úrkomulítið syðra. Hiti kringum frostmark. Búist er við stormi (meðalvindi meira en 20 m/s) á N-verðu landinu.