Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

L-listinn vill ekki vera málsvari ákveðinna fylkinga innan Alþingis

$
0
0
Ráðhúsið á Akureyri. Mynd: akureyri.is

Ráðhúsið á Akureyri. Mynd: akureyri.is

L-listinn, listi fólksins er með meirihluta í sveitarstjórn Akureyrar. Á bæjarstjórnarfundi í gær, þriðjudaginn 18. mars, var samþykkt ályktun þess efnis að bæjarstjórn Akureyrar skoriá Alþingi og utanríkisráðherra að spyrja þjóðina um framhald ESB viðræðna og að draga til baka þingsálykturnartillögu utanríkisráðherra um slit á viðræðum við ESB.

Í raun samþykktu aðeins fjórir bæjarfulltrúar tillöguna en sjö bæjarfulltrúar sátu hjá. Ólafur Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks og allir sex bæjarfulltrúar L-listans.

L-listinn lét bókað undir þessum lið að bæjarfulltrúar listans teldu þetta ekki vera málefni sveitarstjórnarstigsins. Einnig segja þeir að stjórnsýsla sveitarfélaga eigi ekki með orðum og gjörðum að vera málsvari ákveðinna fylkinga innan sala Alþingis.

Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi A-lista, segir þetta mál ekki vera ákvörðun Alþingis. „Þetta er svo miklu stærra mál en bara flokkspólitískt. Ég tilheyri ekki nokkurri fylkingu á Alþingi. Ég vil bara að við klárum málið og þjóðin taki síðan alvöru afstöðu til samningsins þegar hann liggur á borðinu“

Bókun L-listans fylgir hér orðrétt:

L-listinn, listi fólksins, hefur haft það að leiðarljósi að einbeita sér að verkefnum sem snúa beint að sveitarfélaginu. L-listinn telur umrætt mál vera málefni landstjórnarinnar og að stjórnsýsla sveitarfélaga eigi með orðum og gjörðum ekki að vera málsvari ákveðinna fylkinga innan sala Alþingis. Við fögnum borgaralegri þátttöku í stjórnmálaumræðu sem og ákvarðanatöku. L-listinn hefur alltaf haft það að leiðarljósi að vinna að samstöðu innan bæjarstjórnar Akureyrar og getum þess vegna aðeins beint þeim tilmælum til allra alþingismanna að finna málinu farveg sem yrði Alþingi og Íslendingum öllum til sóma.

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718