Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Leitað verður stuðnings einkaaðila

$
0
0

kulaHeildarkostnaður við nýtt kennileiti í Grímsey er áætlaður 13 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Maríu H. Tryggvadóttur, verkefnastjóra ferðamála hjá Akureyrarstofu við bréflegri fyrirspurn blaðsins.

Verkefninu er áfangaskipt og hefur verið unnið þannig að hver áfangi er fjármagnaður fyrir sig og ræðst framvindan af því. „Fyrstu tveimur áföngunum, undirbúningi og samkeppni, er nú lokið en kostnaður við þá var um fimm milljónir króna. Til þeirra fékkst styrkur frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða upp á krónur 2,5 milljónir, á móti kom framlag Akureyrarbæjar og fyrirtækja sem var að mestu leyti fólgið í vinnuframlagi starfsmanna,» segir María.

Síðasti áfanginn, útfærsla og framkvæmd, er þá eftir og kostnaður við hann er áætlaður um átta milljónir króna. Sótt hefur verið um styrk fyrir helmingi þess kostnaðar til Framkvæmdasjóðsins og kemur að sögn starfsmanns Akureyrarstofu í ljós innan skamms hvort sjóðurinn styrkir verkefnið áfram „sem við vonumst að sjálfsögðu eftir.”

Það sem eftir stendur mun þá skiptast á milli Akureyrarbæjar og einkaaðila sem leitað hefur verið til um stuðning við verkefnið.
-BÞ


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718