Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Kenna ferðamönnum að krækja sér í rekkjunaut

$
0
0
Skjáskot af facebook síðu guidetoiceland

Skjáskot af facebook síðu guidetoiceland

Heimasíðan GuidetoIceland kennir ferðamönnum að næla sér í rekkjunaut á næturlífinu í Reykjavík. Elmar Johnson skrifar á heimasíðu þeirra heilræði til erlendra ferðamanna hvernig besta leiðin sé til að „skora“ á Íslandi.

Á heimasíðunni er mælt með því að erlendir ferðamenn skuli ekki byrja að drekka snemma því eyjaskeggjar séu úti á lífinu til um 6 um nóttina. Betra væri að seinka drykkjunni aðeins.

Þar er einnig sagt að gott sé að notfæra sér matsölustaði eftir þrjú um nóttina þar sem fólk væri stöðugt að gjóa augunum að hvoru öðru með pizza sneið í hönd.

Ástin liggur í loftinu eftir þrjú á næturnar í miðbæ Reykjavíkur, skv greinarhöfundinum Elmari Johnson.

Guide to Iceland á sér marga vini á facebook. rúmlega 187 þúsund manns hafa líkað við Facebook síðu þeirra og því er líklegt að efni frá þeim er víðlesið um allan heim.

Ekki er langt síðan Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, og Anna Lísa Jóhannsdóttir, í Richmond háskólanum í London,  skoðuðu markaðsefni í íslenskri ferðaþjónustu út frá hugmyndum um Kyngerfi í samstarfi við tvo aðra erlenda vísindamenn. Það sem kemur í ljós er þversögn, þar sem konur eru að jafnaði settar fram sem kynverur, tilbúnar til neyslu fyrir hinn erlenda karlkyns ferðalang, hjá norrænni þjóð sem stærir sig af jafnrétti kynjanna.

Heimasíðan Guide To Iceland er ætluð sem upplýsingamiðill fyrir erlenda ferðamenn til þess að koma þeim í samband við heimamenn. Fleiri pistlar eru á heimasíðu þessa fyrirtækis um næturlífið, kynlíf Íslendinga og hugmyndir þeirra um kynlíf og nekt. Svo virðist sem fyrirtækið leggi nokkuð á sig til að kynna þessa hlið Íslendinga fyrir erlendum ferðamönnum sem vilja heimsækja land og þjóð.

Samkvæmt heimasíðunni var hún sett á laggirnar í janúar 2013. Samt sem áður segir á heimasíðunni að hún hafi verið valin sem „Besta íslenska heimasíðan árið 2012“.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718