Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Skólastjóri Þelamerkurskóla heklar til styrktar Elsu Borgarsdóttur

$
0
0

Stuðningskrukka: tekið af www.barabyrja.wordpress.com

Skólastjóri Þelemerkurskóla, Ingileif Ástvaldsdóttir, hefur á síðustu vikum heklað utan um krukkur til styrktar Elsu Borgarsdóttur.

Elsa Borgarsdóttir, frá Ísafirði, hefur glímt við erfið veikindi. Hún greindist með krabbamein í september á síðasta ári. Nú er hún á leið aftur undir hnífinn í mars. hún er hönnuður og hefur haft viðurværi sitt af hönnun og verkkunnáttu.

Ingileif hafði nýlega lært að hekla utanum krukkur og tók á það ráð að hekla utan um eins margar krukkur og hægt er í heilan mánuð til styrktar Elsu. Í henni verður miði með upplýsingum um styrktarreikning Elsu. Sá sem fær krukkuna getur þá lagt frjálst framlag inná styrktarreikninginn um leið og hann kveikir ljós í krukkunni. Þessar krukkur er hægt að sjá á síðu Ingileifar.

Styrktarreikningur Elsu er 556-14-402989 kt. 171066-2989


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718