Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Þórsarar spila í Garðabænum í kvöld

$
0
0
Úr síðasta leik Þórs og Stjörnunnar. Mynd: Sævar Sigurjónsson

Úr síðasta leik Þórs og Stjörnunnar. Mynd: Sævar Sigurjónsson

Þórsarar eiga ærið verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir mæta Stjörnunni á heimavelli þeirra, Samsung-vellinum í Garðabænum. Leikurinn er liður í 19. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu.

Töluverð ólík staða er hjá liðunum tveimur en Stjörnumenn eru að berjast við topp deildarinnar. Líklegast þykir þó að KR-ingar verði Íslandsmeistarar miðað við stöðu deildarinnar en Stjörnumenn eru amk. að berjast fyrir Evrópusæti á næsta ári. Þeir hafa 37 stig í 3. sæti deildarinnar, jafn mörg stig og FH sem er í 2. sæti. Stjörnumenn hafa leikið vel í sumar og fóru alla leið í úrslitaleik bikarkeppninnar. Þá hafa þeir einnig fengið fæst mörk allra liða á sig í deildinni, eða aðeins 17 mörk.

Þórsarar sitja í 9.-10. sæti með Keflavík. Þeir eru þremur stigum frá fallsæti en einnig aðeins þremur stigum frá 7. sætinu. Það er því skammt stórra högga á milli. Þórsarar hafa gert tvö jafntefli í röð en munu væntanlega sækja til sigurs í dag.

Leikurinn hefst klukkan 18.00 í dag og hvetjum við Akureyringa búsetta á höfuðborgarsvæðinu að kíkja á völlinn.

-SMS
siguroli@akv.is


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718