Á morgun, miðvikudaginn 4. september kl. 12-13 mun Birgir Guðmundsson, dósent við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, flytja erindi á Félagsvísindatorgi. Hann ætlar að fjalla um það hvernig stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar ná samtali við kjósendur, þegar kjósendurnir geta valið sér gáttir af fjölbreyttu matborði stafrænnar fjölmiðlunar. Erindið ber yfirskriftina: Kjósendur með Ipod í eyrunum – Um könnun á pólitískri boðmiðlun í Noregi og Íslandi. Birgir mun byggja á viðtalsrannsóknum sem hann gerði í Noregi og Íslandi.
Birgir er dósent í fjölmiðlafræði við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Hann er stjórnmálafræðingur og sagnfræðingur frá Essex í Bretlandi og lauk framhaldsnámi í stjórnmálafræði frá Manitóbaháskóla í Kanada. Hann hefur starfað við fjölmiðla í um tvo áratugi sem blaðamaður, fréttastjóri og ritstjóri. Birgir hefur unnið umtalsvert að faglegum málum fyrir Blaðamannafélag Íslands, er m.a. formaður dómnefndar um Blaðamannaverðlaun Íslands. Félagsvísindatorgið verður í stofu N101 – Hátíðarsal Háskólans.
Fréttatilkynning