Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Lof og last vikunnar

$
0
0

Lof og lastLof fær harmonikkuleikarinn sem spilaði fyrir utan Vínbúðina sl. laugardag. Svo mælir Akureyringur sem sendi blaðinu bréf. „Mér þykir bara þægilegt og kósý að hafa lifandi tónlist úti á víðavangi og mér finnst að það ætti að vera miklu meira um það að fólk geti spilað tónlist hér og þar. Ég fylgdist með nokkra stund og harmonikkuspilarinn vakti upp mörg bros og þetta er akkúrat það sem við þurfum til að verða ekki að vélmennum í gráum hversdagsleikanum.Takk fyrir!“ Skrifar glaður bréfritari.

Last fær Akureyrarbær fyrir þann að því er virðist óumbreytanlega veruleika að loka alltaf Hlíðarfjalli á sama árstíma, burtséð frá aðstæðum. Svo mælir fjölskyldufaðir á Brekkunni sem harmar mjög að geta ekki nýtt sér frábæran skíðasnjó nú lengur fram eftir vori. Hryggust séu þó skíðabörnin hans…

Lof fá veðurguðirnir fyrir að sýna okkur vorið, þótt ekki væri nema takmarkaða stund, segir kona sem skrifaði blaðinu póst. Hún segist trúa að sumarið verði gott, segir ekki meira á Norðlendinga leggjandi…

Lof fá Húsvíkingar fyrir að gjörbreyta bænum á fáum árum og byggja upp eina glæsilegustu ferðaþjónustu landsins, segir íslenskur leiðsögumaður sem sendi blaðinu línu. Ekki síst er hann hrifinn af þeirri nýbreytni að hægt sé nú að leigja skip frá Húsavík og sigla yfir heimskautsbauginn. Sjálfbær og fjölbreytt ferðaþjónusta heldur leiðsögumaðurinn fram…

Lof fær Þór fyrir að hafa tekið mótlæti í efstu deild knattspyrnunnar af stakri ró. Þetta segir KA-maður í Innbænum sem sendi nokkra broskalla með lofinu. Spurning hvernig eigi að túlka það…

Lof fær bæjarstjórinn á Akureyri fyrir að taka eindregna femíníska afstöðu í nýjasta dómaraskandalnum þar sem KSÍ lætur greiða mun minna fyrir dómgæslu á kvennaleikjum en þegar karlar spila. „Hneyksli,“ segir kona sem hringdi í blaðið. Að sama skapi gott hjá Eiríki Birni Björgvinssyni að fordæma ójafnréttið harðlega…


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718