Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Mörgæs í miðbæ Akureyrar?

$
0
0
Þessa mynd tók starfsmaður Akureyri Gift Shop af langvíunni þegar hún var að skottast í Hafnarstrætinu

Þessa mynd tók starfsmaður Akureyri Gift Shop af langvíunni þegar hún var að skottast í Hafnarstrætinu

„Er þetta ekki mörgæs?“ sögðu tveir menn og bentu á einmanalegan fugl sem spókaði sig við Umferðamiðstöðina á Akureyri í morgun. Þegar betur var að gáð reyndist fuglinn ekki mörgæs heldur langvía en hún er samt sem áður afar sjaldgæfur gestur á götum bæjarins.

Tveir starfsmenn Saga Travel, þeir Hörður Finnbogason og Gunnar Atli Fríðuson fóru til fundar við fuglinn sem reyndist hinn spakasti. „Þetta var ekki fullorðinn fugl og það var mjög auðvelt að nálgast hann, þeir eru oft mjög spakir ungarnir,“ sagði Hörður þegar blaðamaður spurði hann út í ævintýrið. „Við tókum hann bara upp og keyrðum með hann niður að sjó þar sem hann synti hinn glaðasti í burtu“.

Langvían er af mörgum talin harðbrjósta foreldri því ungarnir eru aðeins þriggja vikna þegar þeim er kastað úr hreiðrinu en fyrst um sinn hjálpar karlfuglinn unganum að læra að veiða. Þessi ungi var semsagt í skóla lífsins og sem betur fer fékk hann góða aðstoð en talið er að langvían geti ekki flogið nema að hún sjái hafið.

-SBS

Gunnar Atli Fríðuson spjallaði við fuglinn og bauð fram aðstoð sína Langvían þáði far niður að sjó

Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718