Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Veigar biðst afsökunar

$
0
0
Veigar Páll Gunnarsson. Mynd af vef KSÍ

Veigar Páll Gunnarsson. Mynd af vef KSÍ

Veigar Páll Gunnarsson leikmaður Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar leiks Stjörnunnar og Þórs Akureyri sem áttust við á Þórsvellinum í Pepsi-deildinni sl. sunnudag.

Veigar lét þung orð falla um lið Þórs eftir leikinn og sagði m.a. í samtali við blaðamann mbl.is „ég er svekktur að vinna ekki svona slakt lið eins og Þór. Þeir líta út eins og fyrstu deildar lið og það er skelfilegt að taka ekki þrjú stig héðan.“ Voru margir stuðningsmenn Þórs afar ósáttir við þessi orð.

Yfirlýsingin frá Veigari hljóðar svo:

„Undirritaður vill koma eftirfarandi á framfæri varðandi atvik í leik Stjörnunnar og Þórs og ummæli mín eftir leik, vegna umfjöllunar fjölmiðla um hvort tveggja.

Um algert óviljaverk var að ræða þegar ég gaf leikmanni Þórs olnbogaskot. Það var aldrei ætlun mín að meiða eða reyna að meiða viðkomandi leikmann. Þannig hef ég aldrei leikið knattspyrnu.

Hlutaðeigandi leikmaður er því hér með beðinn velvirðingar á atvikinu.

Ég bið stuðningsmenn Stjörnunnar, félaga mína í liðinu og alla knattspyrnuáhugamenn afsökunar á atviki eftir að mér var vísað af velli.

Loks bið ég Þórsara og alla knattspyrnuáhugamenn afsökunar á ódrengilegum ummælum mínum eftir leikinn þar sem ég gerði lítið úr andstæðingum okkar. Þau ummæli lét ég falla í hita leiksins og átti að vita betur.

Ég mun ekki tjá mig frekar um þessi mál.“

Með knattspyrnukveðju,

Veigar Páll Gunnarsson


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718