Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Umhverfisvakning í Mývatnssveit

$
0
0
Kúluskítur úr Mývatni. Mynd Vanessa Schipani

Kúluskítur úr Mývatni. Mynd Vanessa Schipani

„Mér finnst þetta framfaraskref og skref í átt að sjálfbærni,“ segir Ólafur Þröstur Stefánsson, íbúi í Mývatnssveit, en hann er í hópi fólks sem stendur síðar í þessum mánuði að stofnun nýs félags, Fjöreggs sem hefur það að markmiði að vernda náttúru og umhverfi Mývatnssveitar.

Í tilkynningu frá undirbúningshópi segir að löng hefð sé fyrir notkun fuglseggja einkum andareggja í Mývatnssveit. Rekja megi sjálfbæra nýtingu á eggjum til matar jafnt ferskum sem úldnum eða kæstum allt frá landnámsöld. Nú standi til að stofna formlega félag, sem hlotið hefur nafnið Fjöregg, um náttúruvernd og heilbrigt samfélag í Mývatnssveit.Sjálfbær umgengni byggi á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja

Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því að stuðla að fræðslu um náttúruvernd, sjálfbærni og heilbrigt samfélag, vinna að umhverfisumbótum á svæðinu, fylgjast með hvers konar vá sem náttúrunni er búin af mannlegum inngripum og vekja athygli á henni. Auk þess mun félagið hvetja fólk og fyrirtæki til umhverfisvænna lífshátta og starfsemi og vera vettvangur fyrir umræðu og ályktanir um náttúruverndarmál.

Meðal verkefna eru fyrirhugaðir fræðslufundir á vormánuðum um frárennslismál, sorphirðumál og fyrirhugaða jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi. Þessi þrjú mál eru að sögn Ólafs Þrastar Stefánssonar þau málefni sem mest brenna á þeim sem staðið hafa að undirbúningi og stofnun félagsins.
-BÞ


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718